Það fer ekki mikið fyrir þessari öflugu vél

10.12.2025

Dell Pro Max GB10: Tæknigrunnur fyrir næstu kynslóð gervigreindarlausna?

Það er gaman að segja frá því að næsta skref í þróun og reiknilíkönum fyrir gervigreind er á leiðinni. Advania kynnti fyrir stuttu NVIDIA DGX Spark vélina sem seldist upp samdægurs, nú er komið að Dell að taka við keflinu.

Sævar Ríkharðsson
Vörustjóri Dell á Íslandi

Dell Pro Max GB10 er engin venjuleg tölva

Dell Pro Max GB10 er væntanleg á lager. Vélin er búin sömu grunnkerfum og eiginleikum og NVIDIA DGX Spark vélin ásamt því að NVIDIA AI hugbúnaðarumhverfið fylgir einnig með Dell Pro Max GB10. Vélin er næsta skref í þróun og vinnslu á gervigreind. Stundum hentar betur að þróa gervigreindarlíkön „on prem“ áður en varan er gefin út og fer í rekstur. Þá hentar Dell Pro Max GB10 fullkomlega. Lítil og nett á skrifborðið.

Af hverju Dell Pro Max GB10?

  • Hún er hönnuð fyrir framtíðina. Ætluð fyrir gervigreind, gagnagreiningu og þung reiknilíkön.
  • Afköst í fremstu röð.  Grace Blackwell 10 arkitektúrinn tryggir hraða og vinnslu sem hingað til hefur ekki verið fáanleg í nettri lausn beint á skrifborðið.
  • 2TB geymslupláss. Nóg pláss fyrir gagnasöfn, verkefni og vinnuflæði.
  • 3 ára ábyrgð. Dell tryggir öryggi og þjónustu svo þú getir unnið áhyggjulaust.

Fyrir hverja vélin hugsuð?

  • Fyrirtæki sem vinna með gervigreind og stór gagnasöfn.
  • Þróunarteymi sem þurfa hraða og stöðugleika.
  • Vísindarannsóknir og verkefni sem krefjast mikils útreikningsafls.

Fullkomin fyrir þróun gervigreindar

Ef þú ert að vinna með gervigreind, þá er þetta frábær lausn fyrir þig. Vélin er sérhönnuð til að:

  • Þróa og þjálfa flókin gervigreindarlíkön
  • Keyra stór gagnasöfn djúptauganet án þess að missa hraðann
  • Skila stöðugum afköstum í verkefnum sem krefjast þungrar reiknigetu

Eigum við að ræða þín tækifæri?

Innan raða Advania eru ótal sérfræðingar í gervigreind. Við sérhæfum okkur í öllu frá valinu á rétta vélbúnaðinum, til gagnavinnslu og almennrar ráðgjafar.