08.10.2025

Dell Pro Rugged er tölvulínan fyrir krefjandi aðstæður

Dell Rugged fartölvurnar eru einstaklega sterkbyggðar og uppfylla stranga staðla um endingu og þol í erfiðum aðstæðum, svo sem í miklu frosti, raka, ryki, hita, hristingi eða úti á sjó.

Bragi Gunnlaugsson
Sérfræðingur, innviðalausnum Advania

Við kynnum eina sterkustu tölvulínu í heimi: Dell Pro Rugged.

Fjöldinn allur af fyrirtækjum þurfa búnað sem þolir krefjandi aðstæður. Fyrir þá sem vinna í iðnaði, byggingarvinnu, sjómennsku eða jafnvel björgunarstörfum, er nauðsynlegt að tæknibúnaðurinn standist álagið. Hér koma Dell Pro Rugged tölvurnar sterkar inn. Tölvurnar er

  • Vatnsheldar og rykþolnar, með IP-vottun sem tryggir vernd gegn íslenska veðrinu.
  • Höggþolnar, með styrktri grind sem þolir fall og hnjask á vinnusvæðum.
  • Með góðri rafhlöðuendingu og möguleika á heitri skiptingu (e. hot swapping)
  • Með skýrum skjáum sem sjást vel í birtu og virka vel í kulda, og jafnvel snertiskjáum sem virka með hönskum.

Rétt Rugged í réttu aðstæðurnar

Tölvurnar eru fáanlegar hjá Advania í fjórum útgáfum:

Latitude Rugged extreme 7230 spjaldtölva 12" 5G

12 tommu harðgerð og létt spjaldtölva sem hönnuð er fyrir erfiðar aðstæður. Skjár með 16:10 hlutfalli, snertiskjár sem virkar með hönskum.

Latitude Rugged Extreme 7030 spjaldtölva 10" 32GB

10 tommu harðgerð spjaldtölva sem er nett og létt, hönnuð fyrir hámarks afköst í sérlega erfiðum aðstæðum.

Dell Pro Rugged 13

Væntanleg

Dell Pro Rugged 14 Ultra 5, 16Gb, 256GB,auka rafhl

14 tommu harðgerð fartölva sem er létt í meðförum og með Intel Core Ultra örgjörva fyrir gervigreindartengda afköst í krefjandi aðstæðum.

Eigum við að ræða Rugged?

Sérfræðingar okkar vita allt um búnaðinn sem þarf í krefjandi aðstæður. Sendu okkur þínar pælingar og við svörum um hæl: