22.09.2025

Hvað er nýtt í 2025 Release Wave 2?

Á hverju ári gefur Microsoft út tvær uppfærslur fyrir Power Platform. Viltu fá innsýn inn í það helsta sem er að koma?

Andri Már Helgason
Vörustjóri Power Platform

Microsoft heldur áfram að þróa Power Platform með ótrúlegum hraða og í Release Wave 2 (október 2025 – mars 2026) er áherslan skýr. Aukin gervigreind (AI), minni viðhaldsvinna og öflugri stjórnun. Útgáfuáætlunin nær til Power Apps, Power Automate, Power Pages, Copilot Studio og Dataverse með fjölda (jafnvel hundruðum) nýrra eiginleika sem gera bæði notendum og teymum kleift að þróa, greina og sjálfvirknivæða verkefni hraðar og örugglegar en áður.

Hér má sjá myndband sem sýnir allt það helsta í þessari útgáfubylgju.