Power Platform

Með Power Platform er leikur einn að leysa einfalda sem og flókna ferla í þínum rekstri, hvort sem það er með sérsmíði eða tilbúnum lausnum.

Spjöllum saman
Nýttu þér Low Code tól til að ná árangri, hraðar.

Hverjar eru þínar áskoranir?

Handvirkir ferlar
Upplifir þú óhagkvæmni í rekstri þar sem mikilvægur tími fer í gagnainnslátt, endurtekningar eða pappírsvinnu?
Skortur á innsýn
Áttu í erfiðleikum með að ná yfirsýn yfir reksturinn þar sem gögn eru á víð og dreif eða jafnvel úreld?
Stöðluð kerfi
Stöðluð kerfi uppfylla ekki alltaf allar þarfir út frá viðskiptaferlum fyrirtækja. Þarftu hugbúnað sem leysir þessar þarfir og skapar þér þannig forskot á samkeppnina?
Tækniskuld
Er fyrirtækið þitt fast í eldri kerfum sem erfitt er að halda við og hefur ekki tíma til að fara í þróun á nýjum lausnum?

Power Apps

Microsoft Power Apps er öflugt tól þar sem hægt er að búa til sérsniðin viðskiptaforrit á skömmum tíma án djúprar forritunarþekkingar. Með þessu gefst tækifæri til að draga úr tækniskuld og hraða nýsköpun til að auka samkeppnishæfni fyrirtækja.

Power Apps getur þannig hjálpað fyrirtækjum að bæta viðskiptaferla, auka skilvirkni og spara tíma við þróun. Power Apps gefur þér frelsi til að umbreyta hugmyndum í virk forrit, sem stuðlar að betri árangri í rekstri.

Skoða nánar

Power Automate

Microsoft Power Automate einfaldar þér lífið. Með þægilegu viðmóti er hægt að tengja mismunandi kerfi og þjónustur og hefja þá vegferð að sjálfvirknivæða ferla fyrirtækisins. Power Automate hjálpar þér að draga úr handvirkri vinnu, tryggja nákvæmni í rekstri og sparað mikinn tíma sem fer í endurtekin verkefni. Með þessu geta fyrirtæki sett aukna áherslu á kjarnastarfsemi og lágmarkað villur sem fylgja handvirkum ferlum.

Skoða nánar

Power Pages

Microsoft Power Pages er vettvangur fyrir þá sem vilja búa til vefsíður án djúprar forritunarþekkingar. Þú getur auðveldlega hannað fallegar og sérsniðnar síður með notendavænu hönnunarstúdíói.

Með samþættingu við Dataverse, öflugan gagnagrunn í skýinu, má tryggja örugga gagnastjórnun til að vernda gögnin þín. Þetta er lausnin fyrir nútímaleg fyrirtæki sem vilja ná árangri á netinu.

Skoða nánar

Power BI

Microsoft Power Bi er öflugt greiningartól sem hjálpar fyrirtækjum að taka gagnadrifnar ákvarðanir. Með auðveldum hætti er hægt að búa til skýrslur og mælaborð til að fylgjast með lykilmælikvörðum í rauntíma. Þannig geta fyrirtæki brugðist betur við breyttum aðstæðum á markaði, unnið af meiri nákvæmni að stefnumótun og ýtt undir samkeppnishæfni. Power BI er lykillinn að öflugum rekstri fyrirtækja.

Skoða nánar

Copilot Studio

Microsoft Copilot Studio er nýjasta tólið í Power Platform umhverfinu. Þar geta notendur unnið með gervigreind á áhrifaríkan hátt þar sem mögulegt er að búa til spjallmenni fyrir ólíka ferla og verkefni

Hægt er að nota tólið til að bæta þjónustu við viðskiptavini með sjálfvirkum samskiptalausnum sem læra og laga sig að þörfum notenda. Með Copilot Studio getur þú skapað háþróaða AI lausnir sem auka gæði samskipta, bæta upplifun notenda og styðja við sjálfvirkni í þjónustuferlum fyrirtækis þíns.

Skoða nánar
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira um Power Platform?
Sendu okkur fyrirspurn.