Power Automate

Einfalt en gríðarlega öflugt sjálfvirknivæðingartól með ótal tengimöguleikum.

Spjöllum saman

Sjálfvirknivæðing

Sjálfvirknivæðing daglegra ferla
Power Automate gerir kleift að sjálfvirknivæða endurtekna og tímafrekna ferla, eins og samþykktarbeiðnir, tilkynningar eða gagnaflutning milli kerfa – sem sparar tíma og dregur úr villum.
Tenging við hundruði kerfa
Lausnin styður tengingar við fjölda forrita og þjónusta, þar á meðal Microsoft 365, Dynamics 365, SharePoint og SQL gagnagrunna svo eitthvað sé nefnt – sem tryggir sveigjanleika og samþættingu við núverandi tækniumhverfi.
Bætt rekstrarhagkvæmni
Með því að minnka handvirka vinnu og hraða upplýsingaflæði, stuðlar Power Automate að aukinni framleiðni og lægri rekstrarkostnaði.
Sýnileik og rekjanleiki ferla
Stjórnendur fá betri yfirsýn yfir sjálfvirka ferla, með möguleika á að fylgjast með stöðu verkefna, greina flöskuhálsa og betrumbæta verklag út frá mælanlegum gögnum.
Einföldum flókna ferla með sjálfvirkni

Sjálfvirkni með verkferlum

Power Automate er gríðarlega öflugt tól til að sjálfvirknivæða ólíklegustu ferla með aðstoð fjölda allra tenginga við hin og þessi forrit og kerfi, hvort heldur sem er í skýinu eða á staðnum (e. on-prem).

Power Automate er hægt að nýta allt frá því að einstakir notendur búi sjálfir til sjálfvirkniferla fyrir sín daglegu störf upp í það að búa til flókna sjálfvirkniferla sem leysa viðskipta- og rekstrarferla í þínu fyrirtæki.

Ferlana er janframt hægt að nýta með aðstoð Copilot Studio sem kallar í viðeigandi ferla eftir þörfum.

Microsoft Power Automate er hluti af Power Platform fjölskyldunni. Þessi vettvangur gerir fyrirtækjum kleift að hraða stafrænivæðingu ferla, greina gögn og búa til sérsniðnar lausnir – án þess að þurfa mikla forritunarkunnáttu. Power Platform samanstendur af af þessum fimm vörum frá Microsoft.

Einföld leið til að skoða

Prufuumhverfi Microsoft

Microsoft býður upp á sniðugt tól fyrir þá sem vilja átta sig betur á hvernig hægt er að vinna með Power Automate án þess að þurfa að setja sig inn í það hvernig tólið virkar.

Tólið leiðir þig áfram, skref fyrir skref, í gegnum helstu atriði við að vinna með Power Automate.

Skoða nánar

Power Platform vinnustofa

Stafræn umbreyting með Power Platform opnar nýja möguleika fyrir fyrirtæki til að ná ótrúlegum árangri á skömmum tíma. Við bjóðum fyrirtækjum vinnustofu þar sem við kortleggjum tækifæri þeirra í sjálfvirknivæðingu, gagnadrifinni ákvarðanatöku og þróun sérsniðinna lausna. Vinnustofan veitir heildstæða sýn á hvernig hægt er að nýta tæknina til að auka skilvirkni í rekstri og efla verðmætasköpun.

Hefur þú áhuga á að kanna möguleikana sem Power Platform býður upp á fyrir þitt fyrirtæki? Hafðu samband og við finnum tíma sem hentar þér.

Spjöllum saman

Hvernig lausn ertu að leita að?

Tilbúnar lausnir

Advania býður upp á tilbúnar lausnir í Power Platform sem geta hentað þínum þörfum. Með tilbúnum lausnum kemstu hraðar af stað í notkun á Power Platform.

Sjáðu nánar

Sérsniðnar lausnir

Stendurðu frammi fyrir einhverjum vandamálum í þínum rekstri sem þú þarft að leysa með snjallri nýtingu upplýsingatæknni. Mögulega eitthvað sem þú getur leyst með Power Apps?

Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira um Power Platform?
Sendu okkur fyrirspurn.