Tilbúnar lausnir

Tilbúnar lausnir Advania fyrir Power Platform geta komið þér hratt og örugglega af stað. Með áskrift að tilbúnum lausnum tryggirðu þér nýjustu útgáfuna hverju sinni.

Spjöllum saman

Tilbúnar lausnir fyrir mismunandi þarfir

Fljótleg innleiðing og skjótur ávinningur
Með tilbúnum lausnum getur fyrirtækið þitt tekið í notkun öflugar stafrænar lausnir á örskömmum tíma – án þess að þurfa að hefja þróun frá grunni.
Hagkvæm fjárfesting
Þú sparar bæði tíma og pening með því að nýta lausnir sem eru þegar prófaðar og þróaðar, með innbyggðri virkni sem nýtir möguleika Power Platform til fulls
Áreiðanleiki og öryggi
Lausnir sem byggja á Power Platform fylgja öryggisstöðlum Microsoft og eru hannaðar með áreiðanleika og gagnavernd í huga – sem tryggir örugga notkun frá upphafi.
Sveigjanleiki til framtíðar
Þó lausnir séu tilbúnar, eru þær byggðar á sveigjanlegum grunni sem gerir auðvelt að aðlaga þær að þínum þörfum og stækka eftir því sem reksturinn þróast.

Power Apps

Microsoft Power Apps er öflugt tól sem gerir þér kleift að búa til sérsniðin viðskiptaforrit án djúprar forritunarþekkingar. Með notendavænu viðmóti geturðu auðveldlega byggt og fínstillt forrit til að mæta sérstökum þörfum fyrirtækis þíns.

Þetta hjálpar til við að bæta viðskiptaferla, auka skilvirkni og spara tíma og kostnað við þróun. Power Apps gefur þér frelsi til að umbreyta hugmyndum í virk forrit, sem stuðlar að betri árangri í rekstri.

Advania býður upp á tilbúnar lausnir í Power Apps sem gætu nýst þér.

vasabókhald. bókstaflega.

Kostnaðarbókald í Vasa-num

Vasa er lausn í Microsoft Power Platform sem einfaldar utanumhald um kvittanir og skráningar á útlögðum kostnaði starfsmanna, notkun á lausafjármunum og skráningar á kaupum með fyrirtækjakorti. Appið býður upp á það að taka myndir af kvittunum og hlaða þeim inn og hengja þær við kostnaðarskráningar.

Skoða nánar
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira um Power Platform?
Sendu okkur fyrirspurn.