Þórður Jensson forstöðumaður hjá Innviðalausnum Advania, Auður Inga Einarsdóttir framkvæmdastjóri Innviðalausna Advania, Gísli Karl Gíslason verkefnastjóri, Þórður Ingi Guðmundsson forstöðumaður Gervigreindarseturs Advania, Sigurður Magnús Garðarsson forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands og Þórey Einarsdóttir framkvæmdastjóri Vísindagarða.
01.11.2025Vísindagarðar fengu afhenta fyrstu NVIDIA Spark ofurtölvuna frá Advania
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Sylvía Rut Sigfúsdóttir
samskipta- og kynningarstjóri Advania
„Það gleður mig að afhenda Vísindagörðum fyrstu NVIDIA Spark vélina á Íslandi. Vísindagarðar eru að byggja upp öflugt samfélag þar sem rannsóknir og nýsköpun mætast og það verður virkilega spennandi að sjá hvernig tæknin mun nýtast við að umbreyta þekkingu í verðmæti fyrir samfélagið,“ segir Auður Inga Einarsdóttir framkvæmdastjóri Innviðalausna Advania.
NVIDIA Spark er í sölu hjá Advania og fyrsta sending seldist upp á einum degi og biðlisti er eftir næstu sendingu. NVIDIA hóf afhendingu á vélunum á dögunum. Advania er NVIDIA Elite partner og er með þessa eftirsóttu tölvu til sölu. Advania afhenti Vísindagörðum fyrsta eintakið í Grósku á föstudag og eru fleiri vélar á leiðinni í spennandi gervigreindarverkefni hjá fyrirtækjum um allt land.
Hvað er DGX Spark?
DGX Spark sameinar alla gervigreindartækni NVIDIA í einni öflugri vél. Þar á meðal Grace Blackwell örgjörva, GB10 GPU, NVLink-C2C tengitækni og 128GB af vinnsluminni. Þetta gerir notendum kleift að keyra flókin líkön með allt að 200 milljarða breyta, allt í tölvunni sjálfri, án þess að þurfa að hlaða gögnum upp í skýið. NVIDIA Spark er fyrsta ofurtölvan með þessari tækni, og framleidd í afar takmörkuðu upplagi, en núna í kjölfarið munu sambærilegar vélar vera í boði frá helstu framleiðendum heims. Hægt er að skrá sig á biðlista með því að leggja inn pöntun í vefverslun Advania.